Yfir 55 þúsund undirskriftir

Yfir 55 þúsund hafa skrifað undir áskorun um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýrinni.

Undirskriftasöfnunin hófst þann 16. ágúst sl. og fer fram á vefsíðunni Lending.is.

Gert er ráð fyrir að undirskriftirnar verði afhentar 20. september næstkomandi, en þá rennur út frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulag Reykjavíkurborgar.

Samkvæmt aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki í áföngum fyrir blandaðri byggð.

Félagið Hjartað í Vatnsmýri stendur að söfnun undirskriftanna og var það stofnað 8. júlí sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina