Refsiaðgerðir ESB gegn Færeyjum hafnar

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum.

Refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart Fær­ey­ing­um vegna síld­veiða þeirra tóku gildi á miðnætti í gær en aðgerðirn­ar fela í sér að bannað er að landa fær­eyskri síld og mak­ríl í höfn­um inn­an sam­bands­ins.

Fram kem­ur á fær­eyska frétta­vefn­um Portal.fo að höfn­um í Dan­mörku hafi nú meðal ann­ars verið lokað fyr­ir fær­eysk­um skip­um sem hyggj­ast landa síld eða mak­ríl. Hins veg­ar hafi sjáv­ar­út­veg­ur­inn í Fær­eyj­um þegar gert ráðstaf­an­ir til þess að selja fær­eyska síld og mak­ríl meðal ann­ars til Rúss­lands og Afr­íku­ríkja.

Enn­frem­ur seg­ir að dönsk stjórn­völd hafi lýst því yfir að þau hafi ekki aðra kosti en að fylgja eft­ir ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins en spurn­ing­in sé hins veg­ar hvaða áhrif málið kunni að hafa á sam­band Fær­ey­inga og Dana.

Þannig hafi lögmaður Fær­eyja, Kaj Leo Holm Johann­esen, sagt að hann tryði því ekki að Dan­ir myndu loka höfn­um sín­um fyr­ir fær­eyskri síld og mak­ríl. Ef það gerðist hins veg­ar myndi það hafa al­var­leg áhrif á sam­band þjóðanna. Hann hafi hins veg­ar ekki sagt með hvaða hætti.

Johann­esen fund­ar í dag með Helle Thorn­ing-Schmidt, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, þar sem bú­ist er við að síld­ar­deil­an verði á meðal umræðuefna.

mbl.is