Svipað magn og í fyrra

Magn mak­ríls inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu er svipað og mæld­ist árið 2012, sam­kvæmt niður­stöðum  mak­ríl­leiðang­urs Íslend­inga, Fær­ey­inga og Norðmanna í júlí og ág­úst.

Magn og út­breiðsla mak­ríls á rann­sókn­ar­svæðinu var metið út frá afla í tog­um sem tek­in voru með reglu­legu milli­bili og var rann­sókna­svæðið um 3,2 millj­ón­ir fer­kíló­metra.

Heild­ar­vísi­tala mak­ríls á svæðinu var um 8,8 millj­ón tonn, þar af voru 1,5 millj­ón tonn inn­an eða rúm 17% inn­an ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu.

„Vísi­tal­an er sú hæsta sem mælst hef­ur á heild­ar­svæðinu, en magn mak­ríls inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu var svipað og mæld­ist árið 2012. Svæðið sem kannað var í ár var mun um­fangs­meira en áður og kann það að ein­hverju leyti að skýra þá aukn­ingu sem mæld­ist á heild­ar­magn­inu. Líkt og fyrri ár var ein­ung­is hluti lög­sögu Evr­ópu­sam­bands­ins kannaður,“ seg­ir á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Fjög­ur skip tóku þátt í leiðangr­in­um, eitt frá Íslandi og Fær­eyj­um og tvö frá Nor­egi, sem fram fór á tíma­bil­inu 2. júlí til 9. ág­úst. 

Mark­mið leiðang­urs­ins var að kort­leggja út­breiðslu og magn mak­ríls og annarra upp­sjáv­ar­fisk­stofna í Norðaust­ur-Atlants­hafi meðan á æt­is­göng­um þeirra um norður­höf stend­ur ásamt því að kanna ástand sjáv­ar og átu­stofna á svæðinu. Öll skip­in fjög­ur notuðu sams­kon­ar flot­vörpu sem sér­stak­lega hef­ur verið þróuð fyr­ir þenn­an leiðang­ur og var Rs Árni Friðriks­son að taka þátt í þess­um leiðangri í fimmta sinn.

Í leiðangr­in­um varð vart við tölu­vert af til­tölu­lega smá­um mak­ríl og ald­urs­grein­ing­ar sýna nokkuð hátt hlut­fall ár­gangs­ins frá 2010 (20% af fjölda), en einnig voru áber­andi ár­gang­arn­ir frá 2006, 2007 og 2011 með um 15% hver. Þetta er í sam­ræmi við afla ís­lenskra veiðiskipa í sum­ar.

„Þó svo að niður­stöður þess­ar séu ekki ennþá lagðar til grund­vall­ar við mat á stofn­stærð mak­ríls hjá Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðinu (ICES) staðfesta þær líkt og leiðangr­ar fyrri ára víðáttu­mikla út­breiðslu mak­ríls­ins. Þá sýna þær að elsti mak­ríll­inn ferðast lengst í sín­um æt­is­göng­um í Norðaust­ur-Atlants­hafi á sumr­in, en hann var einkum að finna vest­ast og nyrst á rann­sókna­svæðinu,“ seg­ir á vef Hafró.

mbl.is