Krókabátar fá að veiða makríl til 20. september

Frá smábátahöfninni í Ólafsvík.
Frá smábátahöfninni í Ólafsvík.

Ákveðið hef­ur verið að heim­ila króka­bát­um mak­ríl­veiðar til 20. sept­em­ber, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu.

Viðmiðun­ar­afli til færa­veiða var 3.200 tonn á vertíðinni og er stutt í að það há­mark ná­ist.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Fiski­stofu var í gær búið að landa tæp­lega 3.100 tonn­um. Alls hafa 85 bát­ar nýtt leyfi sín til þess­ara veiða á grunn­slóð í sum­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: