Ákveðið hefur verið að heimila krókabátum makrílveiðar til 20. september, samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu.
Viðmiðunarafli til færaveiða var 3.200 tonn á vertíðinni og er stutt í að það hámark náist.
Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu var í gær búið að landa tæplega 3.100 tonnum. Alls hafa 85 bátar nýtt leyfi sín til þessara veiða á grunnslóð í sumar.