Íslendingar vildu ekki færeysk skip

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. mbl.is

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, Jacob Vesterga­ard, seg­ir að Fær­ey­ing­ar hafi fengið þau skila­boð í fyrra að ís­lensk yf­ir­völd vildu ekki að fær­eysk skip kæmu til Íslands til að landa mak­ríl og síld. 

Ástæðan var sú að ís­lensk stjórn­völd vildu sleppa við að þurfa að taka op­in­bera af­stöðu með eða móti lönd­un­ar­banni ESB gagn­vart Fær­eyj­um. Þetta sagði Vesterga­ard í viðtali á Kringvarp­inu, fær­eyska rík­is­út­varp­inu.

„Sam­kvæmt þessu er Græn­land eina Norður­landið sem ekki hef­ur neitað fær­eysk­um skip­um um að koma með mak­ríl og síld,“ seg­ir í frétt á veg Kringvarps­ins.

Refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart Fær­ey­ing­um þeirra tóku gildi á miðnætti á þriðju­dag. Þær fela m.a. í sér lönd­un­ar­bann á mak­ríl og síld í höfn­um inn­an sam­bands­ins.

Hef­ur höfn­um í Dan­mörku m.a. verið lokað fyr­ir fær­eysk­um skip­um sem hyggj­ast landa skip eða mak­ríl. Þá bönnuðu yf­ir­völd í Nor­egi lönd­un á síld frá Fær­eyj­um fyr­ir helgi.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn í Fær­eyj­um hef­ur gert ráðstaf­an­ir til þess að selja fær­eyska síld og mak­ríl til Rúss­lands og Afr­íku­ríkja.

Viðtalið við Vesterga­ard má heyra á vef Kringvarps­ins.

mbl.is