Misskilningur hjá Færeyingum

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórshöfn í Færeyjum.

Sig­ur­geir Þor­geirs­son, samn­ingamaður Íslands í mak­ríl­deil­unni, sendi bréf í kjöl­far frétt­ar mbl.is til Kringvarps­ins í Fær­eyj­um þar sem hann út­skýr­ir stöðu Íslands gagn­vart lönd­um á fær­eysk­um mak­ríl- og síld­arafla. Í bréf­inu seg­ir að um­mæli Jac­obs Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­ey­inga, séu á mis­skiln­ingi byggð.

Ráðherr­ann sagði í fær­eysk­um fjöl­miðlum að Fær­ey­ing­ar hefðu fengið skila­boð frá Íslandi í fyrra um að Íslend­ing­ar kærðu sig ekki um að landa fær­eysk­um fiski.

 Ekk­ert bann sé í gildi þess efn­is að ekki megi landa síld úr fær­eysk­um skip­um í ís­lensk­um höfn­um og að slíkt bann hafi aldrei verið í gildi, ekki einu sinni eft­ir að Fær­ey­ing­ar sögðu sig frá sam­komu­lagi um síld­veiðar.

Sjálf­virkt bann þegar ekk­ert sam­komu­lag er til staðar

Í til­vik­um þar sem til staðar sé sam­komu­lag um fisk­veiðar, en til­tekið land eigi ekki aðild að því sam­komu­lagi eða lúti ekki þeim regl­um sem kveðið er á um í sam­komu­lag­inu geti sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sett á lönd­un­ar­bann á til­tekn­ar teg­und­ir frá skip­um um­rædds lands. Það sé hins veg­ar ekki uppi á ten­ingn­um, því ekk­ert slíkt bann hafi verið sett á gagn­vart fær­eyska fiski­skipa­flot­an­um. Hann ít­rek­ar jafn­framt að Ísleng­ing­ar hafi for­dæmt lönd­un­ar­bann Evr­ópu­sam­bands­ins á Fær­eyj­ar.

Hvað mak­ríl snert­ir seg­ir hins veg­ar í bréf­inu að ekk­ert sam­komu­lag sé til staðar. Við slík­ar aðstæður sé í raun um sjálf­virkt lönd­un­ar­bann að ræða á öll er­lend skip sem vilji landa mak­ríl á Íslandi. Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra geti á hinn bóg­inn gert und­an­tekn­ing­ar á þessu banni við sér­stak­ar aðstæður, eins og gert hafi verið fyr­ir græn­lensk skip í sum­ar sem og árið 2012.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina