Tekið verði á „hegðunarvanda“ Íslendinga

Peterhead-höfn í Skotlandi.
Peterhead-höfn í Skotlandi. Wikipedia

Stærsta fisk­veiðihöfn Bret­lands, skoska höfn­in í Peter­head, hef­ur lýst yfir stuðningi sín­um við refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Fær­ey­ing­um vegna síld­veiða auk mak­ríl­veiða þeirra og mögu­leg­um aðgerðum gegn Íslend­ing­um vegna mak­ríl­veiða.

Haft er eft­ir John Wallace, fram­kvæmda­stjóra hafn­ar­stjórn­ar Peter­head-hafn­ar, á frétta­vefn­um Fis­hnew­seu.com að upp­sjáv­ar­stofn­ar og mak­ríl­stofn­inn í Norðaust­ur-Atlants­hafi væru í góðu ásig­komu­lagi vegna aðgerða Evr­ópu­sam­bands­ins og Norðmanna und­an­far­in ár til þess að tryggja sjálf­bærni þeirra. Það hafi kostað fórn­ir en væri nú stofnað í hættu.

Wallace bend­ir á að það hafi tekið lang­an tíma að grípa til slíkra refsiaðgerða og að þær séu vel ígrundaðar. Þegar allt kæmi til alls sner­ist málið um „hegðun­ar­vanda­mál“ af hálfu Íslend­inga og Fær­ey­inga og að Evr­ópu­sam­bandið yrði að gera allt sem í valdi þess stæði til þess að taka með viðeig­andi hætti á fram­göngu Íslands og Fær­eyja áður en hægt yrði að koma aft­ur á eðli­leg­um sam­skipt­um og þjón­ustu­viðskipt­um.

Frétt Fis­hnew­seu.com

mbl.is

Bloggað um frétt­ina