Borgin endurmeti stöðuna

Mínútur geti skipt sköpum í sjúkraflutningum.
Mínútur geti skipt sköpum í sjúkraflutningum. mbl.is/Skapti

„Ég held að Reykjavíkurborg hljóti að horfa til þessara undirskrifta,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, aðspurður hvort hann telji að borgin eigi að endurmeta afstöðuna til flugvallarmálsins í ljósi þess að 64.000 manns vilja flugvöll áfram í Vatnsmýri.

„Ég held að borgin hljóti líka að horfa til þess að ríkisvaldið vill að flugvöllurinn verði þarna áfram og til þess að megnið af landinu sem flugvöllurinn er á er í eigu ríkisins. Það væri því mjög óráðlegt fyrir borgina að ætla að þvinga flugvöllinn í burtu án samráðs við önnur stjórnvöld og íbúa landsins.“

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Stefán Þórarinsson, læknir og framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands, að öryggi sjúklinga verði stefnt í mikla hættu ef sjúkraflug þurfi að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: