Síldin er stór og falleg

Ingunn AK á leið til lands með fullfermi.
Ingunn AK á leið til lands með fullfermi. mbl.is/

Síld­veiðar ganga vel að sögn Ró­berts Ax­els Ax­els­son­ar, skip­stjóra á Ing­unni AK 150, en hún er við veiðar aust­an við land í grennd við Vopna­fjarðar­grunn.

„Síld­in er bæði stór og fal­leg en nokkuð dreifð hérna á svæðinu. Ég geri ráð fyr­ir því að koma í land með vinnslu­hæf­an skammt á næstu dög­um,“ seg­ir Ró­bert.

All­nokk­ur skip eru á mak­ríl­veiðum enn og seg­ir Ró­bert mak­ríl­inn yf­ir­leitt hafa verið fín­an á vertíðinni. „Við erum á eft­ir síld­inni núna og bún­ir með mak­ríl­inn, en í síðasta túr sótt­um við mjög fín­an mak­ríl. Hann var, eins og við mátti bú­ast, nokkuð erfiður í upp­hafi og smár en óx á tíma­bil­inu og styrkt­ist.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: