Hótanir ESB varpa skugga

Makríll.
Makríll.

„Við von­um að all­ir komi til fund­ar­ins með því hug­ar­fari að ná ár­angri og hót­an­ir liggi ekki í loft­inu,“ seg­ir Sig­ur­geir Þor­geirs­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands í mak­ríl­deil­unni, um fyr­ir­hugaðan fund í Reykja­vík næstu helgi.

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­ur­geir hót­an­ir ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi í aðdrag­anda fund­ar­ins vissu­lega valda von­brigðum.

„Það seg­ir sig sjálft að það eru ákveðin von­brigði að eft­ir að þessi fund­ur var boðaður, og eft­ir að all­ir aðilar höfðu þegið fund­ar­boð, skuli því enn hafa verið veifað að refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi væru í und­ir­bún­ingi. Við göng­um engu að síður bjart­sýn­ir til fund­ar­ins. Við erum með góðan málstað, og við ætl­umst til að aðrir, ekki síður en við, komi með upp­byggi­leg­ar til­lög­ur,“ seg­ir Sig­ur­geir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: