Heimssýn heldur makrílhátíð

Heimssýn býður upp á grillaðan makríl á sunnudag
Heimssýn býður upp á grillaðan makríl á sunnudag

Heims­sýn harm­ar fram­göngu Evr­ópu­sam­bands­ins í mak­ríl­deilu þeirra við Íslend­inga, þá sér­stak­lega hót­an­ir þeirra um að beita Íslend­inga viðskiptaþving­un­um, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

„Í til­efni þess að full­trú­ar strand­ríkj­anna (Íslands, Nor­egs, Fær­eyja og Evr­ópu­sam­bands­ins) hitt­ast í Reykja­vík um helg­ina munu sam­tök­in Heims­sýn efla til mak­ríl­hátíðar á Ing­ólf­s­torgi í Reykja­vík fyr­ir fram­an skrif­stof­ur Evr­ópu­sam­bands­ins klukk­an 14-17 sunnu­dag­inn 8. sept­em­ber.

Þá mun Heims­sýn bjóða gest­um og gang­andi upp á grillaðan ís­lensk­an mak­ríl til þess að mót­mæla fyr­ir­huguðum aðgerðum Evr­ópu­sam­bands­ins og hót­un­um þeirra í garð Íslend­inga,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Heims­sýn.

mbl.is