„Launin skammarleg og álagið hrikalegt“

Fullt hús var á hitafundi almennra lækna í gærkvöldi
Fullt hús var á hitafundi almennra lækna í gærkvöldi mbl.is/Rósa Braga

Mikill hiti var í læknum sem mættu á fjölmennan félagafund Læknafélags Íslands í gærkvöldi til að ræða um slæmt ástand á lyflækningasviði Landspítalans.

Að sögn Ómars Sigurvins, formanns Félags almennra lækna (FAL), var helsti tilgangur fundarins að ræða þá grafalvarlegu stöðu sem komin er upp og ennfremur að fá stjórnvöld og stjórnendur spítalans til þess að viðurkenna vandann.

Á fundinum voru fulltrúar stjórnenda og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. „Það var margt gott í viðbrögðum stjórnenda spítalans og í máli ráðherra. Hann virðist ætla að horfast í augu við vandann og mæta honum ef við miðum við viðbrögðin á fundinum,“ segir Ómar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fjölmennt var á fundi lækna í gær, en meðal viðstaddra …
Fjölmennt var á fundi lækna í gær, en meðal viðstaddra var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Rósa Braga
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: