Jákvætt andrúmsloft á makrílfundi

Frá fundi í makríldeilunni í Reykjavík um helgina
Frá fundi í makríldeilunni í Reykjavík um helgina mbl.is/Golli

Samn­inga­fundi um skipt­ingu mak­ríls­stofns­ins lauk nú skömmu fyr­ir há­degi. Sig­ur­geir Þor­geirs­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands, seg­ir að fund­ur­inn hafi verið upp­byggi­leg­ur og and­rúms­loftið á hon­um já­kvætt en ekki hafi náðst nein form­leg niðurstaða í mak­ríl­deil­una.

Á fund­in­um sátu full­trú­ar Íslands, Fær­eyja, Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins. Norðmenn og ESB krefjast þess að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar dragi úr veiðum og hef­ur fram­kvæmda­stjórn ESB hótað að leggja lönd­un­ar­bann á fiskaf­urðir frá Íslandi vegna veiða þeirra á mak­ríl.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Sig­ur­geir að um óform­leg­an fund hafi verið að ræða. Fund­ur­inn var upp­byggi­leg­ur, and­rúms­loftið já­kvætt og gef­ur til­efni til frek­ari viðræðna í fram­hald­inu,“ seg­ir Sig­ur­geir.

Von­ir eru til þess að ekki verði gripið til refsiaðgerða gagn­vart Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um á meðan viðræður eru á þessu stigi. Næsti reglu­bundni fund­ur nefnd­anna verður hald­inn í októ­ber í London en ekki ligg­ur fyr­ir hvort fleiri und­ir­bún­ings­fundn­ir verða hald­ir fyr­ir þann tíma.

For­saga deil­unn­ar er sú að mak­ríll fór að ganga inn í lög­sögu Íslands í miklu magni upp úr miðjum síðasta ára­tug og veiðar Íslend­inga juk­ust mikið 2007 til 2010. Allt frá því að farið var að stjórna nýt­ingu mak­ríls á vett­vangi Norður-Atlants­hafs­fisk­veiðiráðsins 1999 sótt­ist Ísland eft­ir að verða viður­kennt strand­ríki en var ekki samþykkt fyrr en 2010. Deil­an um skipt­ingu stofns­ins hef­ur staðið síðan 2008.

mbl.is