Búist er við að ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um aflahámark makríls á Norðaustur-Atlantshafi hækki umtalsvert á næsta ári.
Bráðabirgðaniðurstöður eggjaleiðangurs á vegum ICES benda til mikillar og vaxandi hrygningar makrílstofnsins. Togleiðangur á vegum Norðmanna, Íslendinga og Færeyinga á norðurhluta svæðisins í sumar benti í sömu átt, en niðurstöður hans staðfestu víðáttumikla útbreiðslu makrílsins. Rannsóknir sumarsins styðja því kenningar um mikla stækkun stofnsins.
Búist er við ráðgjöf ICES í byrjun október. Samkvæmt aflareglu, sem ICES hefur beitt á undanförnum árum, er heildaraflamark fyrir 2013 að hámarki 542 þúsund tonn, en ljóst er að veiði þessa árs fer langt fram úr þeirri ráðgjöf, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.