Auknar veiðar á makríl

Ekki hefur náðst samkomulag um stjórnun makrílveiða..
Ekki hefur náðst samkomulag um stjórnun makrílveiða.. mbl.is/Styrmir Kári

Bú­ist er við að ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) um afla­há­mark mak­ríls á Norðaust­ur-Atlants­hafi hækki um­tals­vert á næsta ári.

Bráðabirgðaniður­stöður eggja­leiðang­urs á veg­um ICES benda til mik­ill­ar og vax­andi hrygn­ing­ar mak­ríl­stofns­ins. Tog­leiðang­ur á veg­um Norðmanna, Íslend­inga og Fær­ey­inga á norður­hluta svæðis­ins í sum­ar benti í sömu átt, en niður­stöður hans staðfestu víðáttu­mikla út­breiðslu mak­ríls­ins. Rann­sókn­ir sum­ars­ins styðja því kenn­ing­ar um mikla stækk­un stofns­ins.

Bú­ist er við ráðgjöf ICES í byrj­un októ­ber. Sam­kvæmt afla­reglu, sem ICES hef­ur beitt á und­an­förn­um árum, er heild­arafla­mark fyr­ir 2013 að há­marki 542 þúsund tonn, en ljóst er að veiði þessa árs fer langt fram úr þeirri ráðgjöf, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: