Refsing ákveðin á föstudag

AFP

Dómari mun kveða upp refsingu yfir fjórum indverskum karlmönnum á föstudag en þeir voru í gær fundnir sekur um að hafa nauðgað 23 ára gamalli konu í strætisvagni í Nýju-Delí í desember. Konan lést tveimur vikum síðar af sárum sínum. Saksóknari hefur farið fram á að þeir verði dæmdir til dauða.

Alls voru sex menn ákærðir fyrir árásina, einn þeirra fannst látinn í fangaklefa sínum í mars en annar var dæmdur í ágúst fyrir unglingadómstól. Hann var dæmdur í þriggja ára betrunarvist fyrir nauðgunina en hann var 17 ára þegar mennirnir nauðguðu konunni.

Fjórmenningarnir Mukesh Singh, Vinay Sharma, Akshay Thakur og Pawan Gupta neituðu allir sök og segja lögmenn þeirra að dómnum verði áfrýjað.

mbl.is