Dregið verður úr álagi á sviðinu

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynntu …
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynntu aðgerðirnar á blaðamannafundi í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Dregið verður úr álagi á starfssemi lyflækningasviðs. Ráðstafanir verða gerðar til að leysa fráflæðisvanda Landspítala, sem er fyrst og fremst vegna skorts á vistunarúrræðum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð á spítalanum. Gert er ráð fyrir að Landspítali skili ráðherra sérstakri aðgerðaráætlun eigi síðar en 20. september næstkomandi.

Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, kynntu á blaðamannafundi í morgun. Aðgerðirnar miðaða að því að bæta stöðu lyflækningasviðs spítalans sem unnið hefur verið þar eftir neyðaráætlun síðustu daga vegna skorts á læknum.

Yfirlæknir almennra lyflækninga verður settur í september og verður staðan auglýst eftir það. Verður hann formaður sérstaks fimm manna starfshóps lækna sviðsins sem skila á forstjóra og framkvæmdastjórn Landspítalans skriflegum tillögum. 

Stuðningur við störf lækna verður aukinn verulega með því að nýta betur krafta og hæfni hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, klínískra lyfjafræðinga, ritara sérgreina og eftir föngum annarra starfsstétta.

Áfram verður unnið að því að styrkja og efla bráðastarfssemi spítalans með því að koma henni undir eitt þak.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans mbl.is/Árni Sæberg
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Morgunblaðið/Rósa Braga
mbl.is