Nema verulegum fjárhæðum

„Ég hef lúmskan grun um það hvaða fjárhæðir er að tefla í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, í samtali við MBL sjónvarp um kostnað vegna þeirra aðgerða sem kynntar voru á blaðamannafundi á Landspítalanum í morgun.

„Það skýrist ekki endanlega fyrr en ég fæ í hendur aðgerðaráætlun spítalans 20. september hvað þetta verður í krónum og aurum,“ segir Kristján. „Þetta nemur verulegum fjárhæðum en ég mun skýra frá því þegar þar að kemur.“

En ræður ríkissjóður við þetta aukna fjármagn?

„Ég tel að skattgreiðendur séu tilbúnir til að leggja þetta á sig og síðan þurfum við leita heimildar þingsins fyrir þeirri fjárhæð sem um ræðir þegar hún liggur fyrir,“ segir Kristján. „Ég vænti þess, miðað við þær áherslur sem allir þingmenn hafa lagt á lausn, innan gæsalappa, verði engin fyrirstaða í því.“

Fréttatilkynning heilbrigðisráðuneytisins um aðgerðirnar

mbl.is