„Orð skulu standa“

Össur Skarphéðinsson á Alþingi í dag.
Össur Skarphéðinsson á Alþingi í dag. mbl.is/Ómar

„Meg­in­boðskap­ur­inn í ræðu hæst­virts ut­an­rík­is­ráðherra var að hann hefði tekið ákvörðun - án þess að ræða það sér­stak­lega við Alþingi - um að slá af samn­inga­hóp­ana og aðal­samn­inga­nefnd­ina sem að tengj­ast um­sókn­ar­ferli Íslands gagn­vart aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Það er næsti bær við það að slíta um­sókn­inni,“ sagði Össur Skarp­héðins­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag, í umræðum um Evr­ópu­mál.

Össur bætti við að það væri ekki stefna nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar. „Það er allt annað held­ur en að hún gaf fólk­inu lög­mæt­ar vænt­ing­ar um.“ 

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra hóf umræðum með því að gefa munn­lega skýrslu um Evr­ópu­mál.

Verður að standa við gef­in lof­orð

Össur sagði enn­frem­ur, að hann geri sér grein fyr­ir hinum póli­tíska veru­leika máls­ins en „orð skulu standa. For­ystu­menn í stjórn­mál­um þeir verða að standa við það sem þeir lýsa yfir.“

Össur seg­ir að í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar komi skýrt fram að það eigi að gera hlé á viðræðunum og að það eigi að fara í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald viðræðanna. „Þetta er stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar margít­rekuð.“ 

Stork­ar full­veldi Alþing­is

Í upp­hafi ræðu sinn­ar, sagði Össur: „Ég held að hæst­virt­ur ut­an­rík­is­ráðherra hljóti að hafa slegið Íslands­met í þess­ari fyrstu stefnuræðu sinni um ut­an­rík­is­mál, því hon­um tókst í einni ræðu, bæði að fara gegn eig­in yf­ir­lýs­ingu, storka full­veldi Alþing­is og líka að fara gegn stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ sagði Össur.

Hann sak­ar Gunn­ar Braga um óhrein vinnu­brögð. „Ég er þeirr­ar skoðunar að menn eiga að tala skýrt. Ræða þín á að vera já, já eða nei, nei,“ sagði hann.

„Hæst­virt­ur ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir eitt í Brus­sel og annað í Reykja­vík,“ sagði Össur og vísaði til þess að Gunn­ar Bragi sagt við full­trúa ESB að gert yrði hlé á viðræðunum og síðan myndi ís­lenska þjóðin fá að greiða at­kvæði um fram­hald viðræðnanna. 

mbl.is