Foreldrar fórnarlambs fagna dauðadómi

Foreldrar 23 ára námskonu sem fjórir menn nauðguðu og myrtu fagna því að þeir hafi verið dæmdir til dauða. Þeir segja það hafa verið hinstu ósk konunnar að mennirnir hlytu þau örlög. Mennirnir réðust á konuna í strætisvagni í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, í desember í fyrra.

Árásin á ungu konuna vakti mikla reiði víðsvegar um heim, einkum þó í heimalandi hennar þar sem fjölmenn mótmæli voru haldin víða um landið þar sem ofbeldi gegn konum var mótmælt harðlega.

Eftir árásina var lögum breytt í Indlandi varðandi kynferðisbrot og er nú heimilt að dæma menn til dauða fyrir ofbeldi gagnvart konum. Almenningur hefur krafist þess að mennirnir verði teknir af lífi. Alls voru sex ákærðir fyrir árásina. Einn þeirra fannst hengdur í klefa sínum í mars.

Annar var nýverið dæmdur fyrir unglingadómstól þar sem hann var sautján ára þegar ofbeldið var framið. Var hann dæmdur í þriggja ára vist á unglingaheimili


mbl.is