„Verður um nóg að tala engu að síður“

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það má reynd­ar geta þess til gam­ans að sam­starf Alþing­is Íslend­inga og Evr­ópuþings­ins er eldra en aðild­ar­um­sókn­in. Sam­eig­in­leg þing­manna­nefnd var til staðar áður en Ísland sótti um aðild en mun­ur­inn er kannski fyrst og fremst sá að þá var hist einu sinni á ári en ekki tvisvar.“

Þetta sagði Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í dag í svari við fyr­ir­spurn frá Val­gerði Bjarna­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Spurði hún að því hvaða breyt­ing­ar kynnu að verða á sam­starfi Evr­ópuþings­ins og Alþing­is í ljósi þeirra breyt­inga sem orðið hefðu verðandi um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið.

Birg­ir sagði að ekki væri við því að bú­ast að mikl­ar breyt­ing­ar yrðu þar á. Sam­starf Evr­ópuþings­ins og Alþing­is hefði verið til staðar áður en um­sókn­in kom til sög­unn­ar eins og áður seg­ir og þá hefði Ísland haft áheyrn­ar­full­trúa í tengsl­um við hana á fund­um svo­nefnd­um COSAC-fund­um sem væru sam­ráðsfund­ir þjóðþinga inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópuþings­ins.

„Varðandi þátt­töku í COSAC erum við í þeirri stöðu að hafa áheyrn­araðild sem um­sókn­ar­ríki í augna­blik­inu. Önnur ríki hafa áheyrn­araðild jafn­vel þótt þau séu ekki um­sókn­ar­ríki, t.d. Norðmenn. Verði breyt­ing á form­legri stöðu Íslands geri ég ráð fyr­ir því að Ísland muni leita eft­ir að fá sömu stöðu og Nor­eg­ur gagn­vart þeim fund­um, sagði hann.

Þá sagðist hann geta upp­lýst að mörg af þeim mál­efn­um sem tek­in hefðu verið fyr­ir á fund­um sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Evr­ópuþings­ins og Alþing­is væru ekki bein­tengd um­sókn­inni um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið „og reynd­ar mundi ég hyggja að ef litið er á dag­skrá síðustu funda nefnd­ar­inn­ar þá snýst meira en helm­ing­ur þess sem þar er rætt um aðra hluti en tengj­ast aðild­ar­um­sókn­inni bein­lín­is. Verði breyt­ingu á stöðu Íslands sem um­sókn­ar­rík­is er ekki þar með sagt að ís­lensk­ir þing­menn hætti að hitta þing­menn frá Evr­ópuþing­inu. Það verður um nóg að tala engu að síður.“

mbl.is