Fjórir ákærðir fyrir hópnauðgun

Kynbundnu ofbeldi mótmælt á Indlandi.
Kynbundnu ofbeldi mótmælt á Indlandi. AFP

Fjórir karlmenn voru í dag ákærðir í Mumbai á Indlandi fyrir að hópnauðga ungum ljósmyndara í borginni. Málið hefur vakið mikla reiði og enn og aftur vakið athygli á kynbundnu ofbeldi sem er algengt í landinu.

Árásin átti sér stað 22. ágúst. Fimm menn eru taldir hafa nauðgað ljósmyndaranum en einn þeirra var yngri en 18 ára og verður því væntanlega ákærður fyrir unglingadómsstól.

Blaðaljósmyndara hóðnauðgað í Mumbai

mbl.is