Nýrri lyfin keypt sjaldnar

Ný samantekt sýnir að Ísland er að dragast aftur úr …
Ný samantekt sýnir að Ísland er að dragast aftur úr Norðurlöndunum þegar kemur að innkaupum á nýjum krabbameinslyfjum. mbl.is/Eggert

Lítil framþróun og endurnýjun er í tækjakosti og aðbúnaði fyrir krabbameinslækningar hérlendis. Þá sýnir ný samantekt sem gerð var fyrir Icepharma að nýrri krabbameinslyf séu keypt sjaldnar hérlendis en annars staðar á Norðurlöndum.

Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir á krabbameinslækningadeild Landspítalans, segir að skráning nýrra lyfja í Evrópu fari að mestu fram miðlægt og Íslendingar fylgi því ferli. Ný lyf séu því almennt skráð samtímis um alla Evrópu.

„Til þess að nota ný svokölluð líftæknilyf og dýrari krabbameinslyf þarf ennfremur að sækja um heimild fyrir sérhvern sjúkling innan Landspítalans í samráði við Sjúkratryggingar Íslands, sem sé þó nær alltaf veitt. Í því ferli felist þó þröskuldur gegn notkun á nýrri og dýrari lyfjum. Það þurfa að liggja fyrir öruggar heimildir um gagnsemi frá erlendum eftirlitsstofnunum, ennfremur klínískar leiðbeiningar. Ég myndi ætla samt að við séum á pari við hin norrænu ríkin hvað varðar notkun á nýjum krabbameinslyfjum,“ segir Helgi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: