Áfrýja dauðadómi

AFP

Lögmaður fjórmenninganna sem voru dæmdir til dauða fyrir að hafa naugðað og myrt unga konu í Nýju-Delí í fyrra hefur áfrýjað dómnum. 

Mukesh Singh, Vinay Sharma, Akshay Thakur og Pawan Gupta voru allir dæmdir fyrr í mánuðinum til dauða og var beiðni þeirra um mildari refsingu hafnað. Mennirnir komu fyrir hæstarétt í Delí í morgun og var gríðarleg öryggisgæsla við réttarsalinn.

AP Singh, sem er verjandi fjörmenninganna segir að reynt verði að fá dómnum hnekkt, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.

mbl.is