Kvótakerfi í 22 löndum

Á síðustu árum hefur dregið úr ofveiði í N-Atlantshafi og …
Á síðustu árum hefur dregið úr ofveiði í N-Atlantshafi og N-Kyrrahafi og hægt hefur á hnignun fiskstofna. mbl.is/Eggert

Með auk­inni fisk­veiðistjórn­un og þróun kvóta­kerfa hef­ur dregið úr of­veiði og hnign­un fiski­stofna í heim­in­um.

Þetta var meðal þess sem fram kom í fram­sögu­er­indi Ragn­ars Árna­son­ar, pró­fess­ors við Há­skóla Íslands, við setn­ing­ar­at­höfn árs­fund­ar Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins í Hörpu í gær. Ragn­ar fjallaði um fisk­veiðar og fisk­veiðistjórn­un á heimsvísu, hvað hef­ur áunn­ist og hvaða áskor­an­ir eru fram und­an.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið sagði Ragn­ar að minnsta kosti 22 þjóðir hefðu tekið upp kvóta­kerfi í lík­ingu við það sem notað væri hér á landi. Þetta væru einkum vest­ræn­ar þjóðir sem öfluðu um fjórðungs af heimsafl­an­um. Íslenska kerfið væri fyr­ir­mynd í þess­um efn­um, en Ragn­ar seg­ir að kvóta­kerfið á Nýja Sjálandi sé enn full­komn­ara og því frek­ar fyr­ir­mynd annarra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: