Hvalveiðitímabilinu lýkur í dag en það hófst 16. júní í sumar. Tvö skip, Hvalur 8 og Hvalur 9, stunduðu veiðarnar.
Síðasta langreyðin barst á land í gær en hitt skipið kemur inn í dag án hvals.
Vertíðin taldi 105 daga og á þeim tíma veiddust 134 langreyðar. Kvótinn í ár var 154 langreyðar.