Augnlokaaðgerðir ekkert feimnismál

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea-Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea-Medica. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea-Medica svarar spurningum lesenda Smartlands.

Þrátt fyrir að vera bara 37 ára er ég komin með mjög sigin augnlok. Er of snemmt að láta laga það?

Sæl.

Þú ert væntanlega að tala um efri augnlokin þín. Stundum getur andlitsfallið verið þannig að fólk fái snemma á ævinni þung og sigin efri augnlok. Ég bendi alltaf mínum skjólstæðingum á að með þessari aðgerð breytist hæð augabrúna miðað við augun ekki en þessi aukahúð sem er á milli er fjarlægð ásamt fitu í flestum tilfellum. Við þessa aðgerð „opnast“ augnsvipurinn og fólk yngist um einhver ár. Flestir fara ekki oftar en tvisvar á ævinni í augnlokaaðgerð, þó oftar í völdum tilfellum. Þetta er algeng aðgerð sem er „samþykkt“ í þjóðfélaginu þannig að margir sjá ekki þörf hjá sér að fara í felur með hana fyrir umhverfinu. Annars er yfirleitt hægt að fela það að hafa farið svona aðgerð 7-10 dögum eftir aðgerð með því að fylgja vel eftir leiðbeiningum lýtalæknisins þíns.

Með kveðju,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir Dea-Medica, Glæsibæ.

mbl.is