Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea-Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér spyr lesandi Þórdísi út í skakkt nef og hvað sé hægt að gera í því:
Mér finnst nefið á mér alltaf vera svolítið skakkt. Þyrfti ég að fara í aðgerð og láta brjóta það upp eða er eitthvað annað í stöðunni til að laga það?
Sæl.
Það er ekki víst að það sé beinið í nefinu sem er skakkt, heldur getur það verið miðsnesið, sem er brjósk í miðju nefinu sem liggur í framhaldi af beininu. Ef það er skakkt getur það stundum valdið því að loft flæðir ekki jafnt um báðar nasir. Þetta getur háls-, nef- og eyrnalæknir eða lýtalæknir skoðað með þér. Ef þú ert ekki með nein óþægindi frá nefinu önnur en smávægilegt varðandi útlitið og finnst aðgerð ekki það besta í stöðunni fyrir þig er stundum hægt að sprauta sk. fylliefnum (sama og er notað til þess að fylla í hrukkur og stækka varir) í misfellur í nefinu. Það hef ég stundum gert fyrir skjólstæðinga mína og í raun ótrúlegt hvað smávægileg breyting á nefi getur gert mikið fyrir útlitið.
Með kveðju,
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir Dea-Medica, Glæsibæ
Þú getur sent inn spurningu HÉR.