Heilbrigðisstofnanir verða sameinaðar

Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki. Níu heilbrigðisstofnanir eru á landsbyggðinni.
Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki. Níu heilbrigðisstofnanir eru á landsbyggðinni. mbl.is/Sigurður Bogi

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að sameina heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og verður aðeins ein í hverju heilbrigðisumdæmi í framtíðinni. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014 sem lagt var fram í dag.

Útgjöld ríkissjóðs til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni lækka um rúmar 49 milljónir króna á næsta ári samkvæmt frumvarpinu þegar tekið er tillit til almennra verðlagsbreytinga.

Heilbrigðisráðherra hefur jafnframt ákveðið að sameina heilbrigðisstofnanir þannig að ein verði í hverju heilbrigðisumdæmi, þ.e. á Norðurlandi, Suðurlandi og á Vestfjörðum. Þannig fækki ríkisforstjórum úr níu í þrjá.

Ekki gafst tími til að sameina fjárlagaliði stofnananna við vinnslu fjárlagsfrumvarpsins en þar stendur að breytingatillaga verði lögð fram við 2. umræðu um það á Alþingi.

mbl.is