Kaldar kveðjur í fjárlögum

Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason.
Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjárlögin sem lögð voru fram í dag sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar og þar eru kaldar kveðjur, að mati Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar. 

„Sjúklingaskattar verða innleiddir og fárveikt fólk rukkað fyrir legu á Landspítalanum. Fyrirhuguð framlög til tækjakaupa verða tekin til baka,“ segir Árni Páll á Facebook síðu sinni.

„Skorið niður í öllum heilbrigðisstofnunum, framhaldsskólum, háskólum og rannsóknarsjóðum. 

Kaldar kveðjur niðurskurðar eru sendar til landsbyggðarinnar með lækkun á niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar og afnámi jöfnunar á flutningskostnaði.

Loforð um bætt kjör aldraða og öryrkja verða ekki efnd.

Sama ríkisstjórn lækkar veiðigjöld, lækkar skatt á gistinætur og lækkar nú líka sérstakan skatt á raforku til stóriðju.“

mbl.is