Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið veiðigjaldsnefndinni, sem skipuð var fyrir réttu ári, að „gaumgæfa leiðir að útfærslum að álagningu veiðigjalda“, eins og það er orðað í umfjöllun ráðuneytisins.
Samhliða þessu hefur ráðherra sett á fót annan hóp sem er ætlað að liðsinna veiðigjaldsnefndinni eftir þörfum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er að því stefnt að sem víðtækust sátt náist að frumvarpi sem verði lagt fyrir Alþingi síðar í vetur.