Samkomulag um hækkun sóknargjalda

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Sú hækkun á framlögum til kirkjumála sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu er tilkomin vegna samkomulags sem gert var á síðasta vetri um að taka að nokkru leyti til baka skerðingar fyrri ára.

Samkvæmt frumvarpinu hækka framlög til kirkjumála um 44,5 milljónir. Framlögin verða samtals 5.183 milljónir.  Hækkunin skýrist aðallega af hækkun sóknargjalda, en búið var að gera samkomulag um að bæta sóknum upp að hluta skerðingu fyrri ára. Sóknargjöldin fara til sókna Þjóðkirkjunnar og annarra kirkjudeilda.

Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að skipa eigi nefnd sem á að fara yfir fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju.

mbl.is