Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2014 munu fjárframlög til verkefna velferðarráðuneytisins sem heyra undir félags- og húsnæðismálaráðherra aukast um tæpa 12 milljarða króna eða 10,8%. Mestu munar um aukna fjármuni inn í almannatryggingakerfið og Íbúðalánasjóð.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Af einstökum málaflokkum eru þessar breytingar helstar:
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir áherslur sínar koma skýrt fram í frumvarpinu. „Breytingar á skerðingarhlutfalli vegna tekna hjá öldruðum og öryrkjum sem verða um áramótin munu skila þeim umtalsverðri kjarabót. Viðbótin til málefna barna er einnig mikils verð og hækkun hámarksgreiðslu í fæðingarorlofi vonast ég líka til að þjóni tilgangi sínum til að jafna ábyrgð foreldra. Það lá alltaf fyrir að dregið yrði úr starfsemi umboðsmanns skuldara. Sama máli gegnir um framlög til tímabundinna vinnuarkaðsaðgerða, enda hefur þörfin fyrir slík úrræði minnkað til muna og atvinnuleysi á Íslandi er nú með því minnsta sem gerist á Vesturlöndum.“