Greiða líklega ekki fullt legugjald LSH

Útlit er fyrir að aldraðir og öryrkjar muni ekki greiða …
Útlit er fyrir að aldraðir og öryrkjar muni ekki greiða fullt legugjald á Landspítalanum. mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyrir að aldraðir og öryrkjar muni ekki greiða fullt legugjald á Landspítalanum.

Í fjárlögum fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að gjaldið verði 1.200 krónur fyrir nóttina og eigi að skila spítalanum allt að 200 milljónum króna í tekjur á næsta ári.

Aldraðir og öryrkjar, sem eiga að baki flestar legunætur á spítalanum, njóta hins vegar flestir afsláttarkjara á ýmissi heilbrigðisþjónustu vegna afsláttarkorts Sjúkratrygginga Íslands. Sé miðað við komugjöld mun legugjald þessa hóps því einungis verða um 400 krónur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: