Lítil sala ríkiseigna

Fjármálaráðherra er samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014 heimilt að selja hluti …
Fjármálaráðherra er samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014 heimilt að selja hluti ríkisins í stóru bönkunum þremur. Samsett mynd/Eggert

Ekki eru uppi í fjárlagafrumvarpinu áform um eignasölu í tekjuöflunarskyni líkt og gert var ráð fyrir í síðasta frumvarpi.

Einungis er gert ráð fyrir að tekjur af sölu fastafjármuna og annarra eigna ríkissjóðs nemi 600 milljónum króna á næsta ári, sem er sama fjárhæð og á þessu ári.

Eignasala sem áætluð var í fjárlögum þessa árs, sem sérstök fjögurra milljarða króna viðbót við aðra eignasölu, var fljótlega talin óraunhæf, að því er segir í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014, og var því felld brott úr tekjuáætluninni.

Hins vegar kemur fram í frumvarpinu að Bankasýsla ríkisins muni gera tillögur til fjármálaráðherra um sölu á eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: