Mæla með stórauknum makrílkvóta

Makríll.
Makríll.

Alþjóða haf­rann­sókn­ar­ráðið, ICES, mæl­ir með stór­aukn­um mak­ríl­kvóta á næsta ári. Mæl­ir ráðið með 890 þúsund tonna kvóta en á þessu ári var kvót­inn 542 þúsund tonn. Þetta kem­ur fram á vef Norsku haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar. Þar kem­ur fram að þetta þýði ekki endi­lega að meiri veiðar verði á næsta ári því í ár hafa þegar verið veidd yfir 900 þúsund tonn af mak­ríl þrátt fyr­ir að kvótaráðgjöf­in hafi verið mun minni.

Lönd­in sem veiða mak­ríl hafa ekki náð sam­komu­lagi um skipt­ingu kvót­ans. Þannig hafa Nor­eg­ur, Evr­ópu­sam­bandið, Fær­eyj­ar og Ísland veitt mak­ríl sam­kvæmt kvót­um sem gefn­ir hafa verið út í hverju landi fyr­ir sig.

mbl.is