Alþjóða hafrannsóknarráðið, ICES, mælir með stórauknum makrílkvóta á næsta ári. Mælir ráðið með 890 þúsund tonna kvóta en á þessu ári var kvótinn 542 þúsund tonn. Þetta kemur fram á vef Norsku hafrannsóknarstofnunarinnar. Þar kemur fram að þetta þýði ekki endilega að meiri veiðar verði á næsta ári því í ár hafa þegar verið veidd yfir 900 þúsund tonn af makríl þrátt fyrir að kvótaráðgjöfin hafi verið mun minni.
Löndin sem veiða makríl hafa ekki náð samkomulagi um skiptingu kvótans. Þannig hafa Noregur, Evrópusambandið, Færeyjar og Ísland veitt makríl samkvæmt kvótum sem gefnir hafa verið út í hverju landi fyrir sig.