„Öll rök okkar orðin sterkari“

Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrir miðju.
Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrir miðju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höf­um alltaf lagt áherslu á að það yrði að byggja þetta á vís­ind­um og ef­ast um þessa aðferðafræði hjá ICES. Þess í stað höf­um við horft til tog­ar­aralls­ins, sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur því miður ekki viljað taka þátt í, og æv­in­lega haldið því fram að við vær­um að standa að mál­um með ábyrg­um hætti og þetta ein­fald­lega staðfest­ir það.“

Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í sam­tali við mbl.is en Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu um að aðferðafræði þess við að meta stærð mak­ríl­stofns­ins í Norðaust­ur-Atlants­hafi til þessa hafi ekki gefið rétta mynd af stofn­in­um og van­metið veru­lega stærð hans. Ráðið seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sinni að allt bendi til þess að mak­ríl­stofn­inn hafi stækkað und­an­far­in ár þrátt fyr­ir veiðar úr hon­um um­fram ráðgjöf ráðsins.

Mark­mið ICES er að taka næsta ár í að þróa nýj­ar aðferðir við að meta stærð stofns­ins og á meðan legg­ur það til að ekki verði veitt meira úr hon­um en sem nem­ur meðaltali síðustu þriggja ára. Það þýðir veiðar upp á sam­tals tæp­lega 890 þúsund tonn en ráðgjöf ráðsins fyr­ir þetta ár var til sama­b­urðar var ráðgjöf þess fyr­ir þetta ár 542 þúsund tonn.

Koll­varp­ar ásök­un­um í garð Íslands

„Þetta nátt­úru­lega styrk­ir okk­ar stöðu. Öll þau rök sem við höf­um talað fyr­ir eru orðin sterk­ari. Þetta koll­varp­ar und­ir­stöðu þeirr­ar umræðu að við séum að stunda ósjálf­bær­ar veiðar á mak­ríln­um sem farið hef­ur fram í Skotlandi, Írlandi og víðar sem og hót­un­um frá Evr­ópu­sam­bands­ins um viðskiptaþving­an­ir á grund­velli meintr­ar of­veiði. Því er í raun öllu að okk­ar mati sópað í burtu og það er mjög já­kvætt,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Enn­frem­ur skapi þetta auk­in tæki­færi til þess að ná sam­komu­lagi í mak­ríl­deil­unni. „Þannig að þetta er allt mjög já­kvætt. Það staðfest­ir okk­ar mál­flutn­ing til þessa og vís­inda­lega vinnu okk­ar og eyk­ur mögu­leika á samn­ing­um. En ógn­in í þessu er hins veg­ar að ef ekki nást samn­ing­ar og menn fara að veiða mun meira þá gæt­um við farið að nálg­ast of­veiði á næstu árum auk hugs­an­legs verðfalls á mörkuðum vegna of mik­ils fram­boðs.“

mbl.is