VG vill öll gögn hagræðingarhópsins

Með vísan til upplýsingalaga og í ljósi yfirstandandi umfjöllunar á Alþingi um fjárlagafrumvarp og tengd mál óskar þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eftir afriti af öllum gögnum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem tók til starfa samkvæmt erindisbréfi 5. júlí 2013. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þingflokknum.

Óskað er eftir erindisbréfinu, fundargerðum, tölvupóstum til hópsins og frá honum auk lista yfir gesti og viðmælendur hópsins. Jafnframt er óskað eftir greinargerðum og skjölum  öðrum en ófrágengnum vinnugögnum. Loks er óskað eftir þeim tillögum sem hópurinn hefur þegar skilað af sér til ráðherranefndar um ríkisfjármál.

mbl.is