Stefnumörkun alþjóðlegs hóps sérfræðinga í baráttunni gegn hnignun hafsins lítur væntanlega dagsins ljós á næstunni.
Ragnar Árnason, prófessor við HÍ, á sæti í hópnum, og fjallar um starfsemi hans í viðtali í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir að fjársterkir aðilar komi að verkefninu og auk ríkisstjórna megi nefna olíufélög og risastór útgerðarfyrirtæki. Ætla má að hundruð milljóna Bandaríkjadollara verði nýtt árlega á næstu árum til að fylgja eftir stefnumörkun hópsins.