Makríllinn fer á seiðaslóðir

mbl.is/Styrmir Kári

Mikl­ar mak­ríl­göng­ur vest­ur og norður með land­inu valda mönn­um áhyggj­um því á þeim slóðum eru upp­eld­is­slóðir ungviðis þorsks og loðnu. Rann­sókn­ir Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar benda til þess að uppistaðan í fæðu mak­ríls hér við land sé áta, svif­dýr af krabba­ætt­um.

Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri, seg­ir í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag, að á meðan mak­ríll­inn hélt sig mest fyr­ir suðaust­an og aust­an land hefðu menn verið ró­leg­ir því þar skaraðist hann ekki við nytja­stofna á borð við t.d. ung­loðnu og þorsk­seiði.

„Nú þegar mak­ríll­inn hef­ur teygt sig vest­ar og norðar, sér­stak­lega í ár og í fyrra, þá er kom­in skör­un,“ sagði Jó­hann. Ekki liggja fyr­ir niður­stöður rann­sókna þar sem sýnt er fram á skaðleg áhrif mak­ríls á um­rætt ungviði og lík­lega verður seint hægt að sanna þau, að mati Jó­hanns.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: