Íslenskir læknar erlendis vilja skýra framtíðarsýn

Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélagsins afhentir Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, yfirlýsingu …
Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélagsins afhentir Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, yfirlýsingu læknanna.

Við upphaf aðalfundar Læknafélags Íslands, sem hófst í gær afhenti Þorbjörn Jónsson formaður félagsins Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, yfirlýsingu sem er undirrituð af 141 íslenskum lækni. Læknarnir eru allir búsettir erlendis og eru ýmist í sérnámi eða orðnir sérfræðilæknar. Forsvarsmaður undirskriftasöfnunarinnar er Steinunn Þórðardóttir lyflæknir í Stokkhólmi og fór hún fram í lok ágúst og byrjun september sl.

 Í yfirlýsingunni lýsa læknarnir þungum áhyggjum af ástandi íslenska heilbrigðiskerfisins, benda á að laun lækna hafi dregist aftur úr launum sambærilegra stétta bæði á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu, segja starfsumhverfi lækna vera óásættanlegt og starfsánægju hverfandi. Læknarnir óska eftir skýrum línum frá stjórnvöldum hvað varðar þær aðgerðir sem þau hyggjast fara í til bjargar Landspítalanum og íslenska heilbrigðiskerfinu. Fyrir sérfræðilækna erlendis sé afar erfið tilhugsun að snúa heim í þá óvissu sem nú ríki.

mbl.is