Sveitarfélög á Norðurlandi leggjast gegn sameiningu

Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarráð Norðurþings leggst alfarið gegn fyrirhugaðri sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi og telur að með því muni stjórnun heilbrigðisþjónustu á svæðinu fjarlægjast íbúana.

Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings segir að ekki hafi verið færð rök fyrir hagræðingunni. Sagt er að stjórnin eigi að verða styrkari, reksturinn hagkvæmari og betri og öruggari og sveigjanlegri þjónusta við íbúana, sérstaklega í jaðarbyggðum.

„Við sjáum þetta ekki gerast, að slík sameining eigi að auka þjónustuna og að hún verði betri og öruggari, það hefur enginn sýnt okkur fram á þetta. Við teljum að líkurnar á að þetta verði þveröfugt séu meiri og að kostnaður við heilbrigðiskerfið verði færður meira yfir á þjónustuþegann,“ segir Bergur meðal annars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: