Synti fram á furðufisk

Sautján menn, einn furðufiskur og hundur.
Sautján menn, einn furðufiskur og hundur. Catalina Island Marine Institute

Starfsmaður sjáv­ar­dýra­stofn­un­ar í Kali­forn­íu átti von á að sjá ým­is­legt er hann fór að snorkla um helg­ina - en þó ekki að finna 5,5 metra lang­an dauðan fisk - sem virt­ist hafa synt beint út úr æv­in­týra­bók.

 Jasmine Sant­ana kom auga á hræið er hún var að snorkla í tær­um sjón­um í Kali­forn­íu á sunnu­dag.

Þessi fisk­ur, sem heit­ir síldakóng­ur (e. oarf­ish) finnst víða í heit­um sjó en hann kaf­ar mjög djúpt og sést því mjög sjald­an. Þá hef­ur at­ferli hans af þess­um sök­um verið lítið rann­sakað. 

Sant­ana sá fyrst risa­stór augu fisks­ins og ákvað að nálg­ast hann var­lega. Hún komst þó fljótt að því að hann var dauður.

Síldakóng­ar eru mjög svo sér­stak­ir í út­liti. Þeir hafa því oft verið höf­und­um vís­inda­skáld­sagna og æv­in­týra­bóka inn­blást­ur þegar kem­ur að því að skapa ókind­ur og furðuskepn­ur í haf­inu.

Í frétt Reu­ters kem­ur fram að það hafi þurft fimmtán menn til að ná fiskn­um upp úr sjón­um. 

mbl.is