Vilja Ísland í Evrópusambandið

mbl.is/Hjörtur

Meiri­hluti Aust­ur­rík­is­manna er hlynnt­ur því að viðræður haldi áfram um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem unn­in var fyr­ir aust­ur­rísku rann­sókna­stofn­un­ina Öster­reichische Gesellschaft für Europa­politik.

Þannig eru 55% Aust­ur­rík­is­manna hlynnt áfram­hald­andi viðræðum um aðild Íslands að ESB sam­kvæmt frétta­vefn­um Fried­lnews.com í dag. Þarlend­ir kjós­end­ur eru hins veg­ar ekki eins spennt­ir fyr­ir sum­um öðrum ríkj­um sem sótt hafa um aðild að sam­band­inu eða hafa lýst áhuga sín­um á henni. Þannig eru 52% and­víg aðild Makedón­íu og Svart­fjalla­lands að ESB og 66% vilja ekki Kosovo í sam­bandið.

Þá tel­ur meiri­hluti Aust­ur­rík­is­manna frek­ari stækk­un ESB ekki for­gangs­mál sam­kvæmt skoðana­könn­un­inni. Um 75% þeirra telja hana lítt mik­il­væga eða alls ekki mik­il­væga. Hins veg­ar telja 86% aukið sam­starf á milli þeirra ríkja sem mynda sam­bandið mik­il­vægt eða mjög mik­il­vægt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina