Talið að Írar hafni tillögunni

Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands.
Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands.

Mik­ill þrýst­ing­ur er á sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands, Simon Co­veney, að leggj­ast gegn til­lögu fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins um að Ísland fái 11,9% hlut­deild í mak­ríl­stofn­in­um í Norðaust­ur-Atlants­hafi og Fær­ey­ing­ar 12%.

Þetta kem­ur fram á frétta­vef írska rík­is­út­varps­ins RTÉ í dag en sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ar Evr­ópu­sam­bands­ins funda í dag í Lúx­emburg um sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál þar sem mak­ríl­deil­an verður meðal ann­ars rædd. Bú­ist er við því að Co­veney legg­ist harðlega gegn til­lögu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar og sama eigi að minnsta kosti við um sex önn­ur ríki sam­bands­ins að því er seg­ir í frétt­inni. Óvíst er þó hvort nægj­an­lega mörg ríki legg­ist gegn mál­inu til þess að stöðva það. Þess má geta að Íslend­ing­ar hafa til þessa farið fram á um 16-17% hlut­deild í mak­ríl­kvót­an­um.

Fram­kvæmda­stjórn­in „óþreyju­full“ að ná samn­ing­um

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur ekki form­lega upp­lýst um efni til­lögu henn­ar í þess­um efn­um en er­lend­ir fjöl­miðlar hafa greint frá áður­nefnd­um hlut­deild­ar­töl­um. Írski Evr­ópuþingmaður­inn Pat "the Cope" Gallag­her seg­ir á vef stjórn­mála­flokks síns Fianna Fáil að hon­um skilj­ist að fram­kvæmda­stjórn­in vilji „óþreyju­full“ ná samn­ing­um í mak­ríl­deil­unni sama hvað það kosti og hvaða áhrif það kunni að hafa fyr­ir upp­sjáv­ar­fisk­veiðiflota Írlands.

„Það er alþekkt inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og hef­ur einnig komið fram í norsk­um fjöl­miðlum að fram­kvæmda­stjórn­in hafi boðið Íslandi 11,9% og Fær­eyj­um 12% af mak­ríl­kvót­an­um til framtíðar. Ég veit enn­frem­ur til þess að fram­kvæmda­stjórn­in sé að ræða við ein­stök ríki og gera hliðarsamn­inga um aðra fiski­stofna til þess að fá ráðherr­aráðið til þess að samþykkja til­lögu henn­ar.“

mbl.is