Tillagan óásættanleg að mati Íra

Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands.
Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands. Wikipedia/Anthony Patterson

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands, Simon Co­veney, lagðist gegn til­lögu fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins að lausn mak­ríl­deil­unn­ar á fundi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sam­bands­ins í Lúx­emburg í dag. Sagði hann til­lög­una óá­sætt­an­lega fyr­ir Íra en hún geng­ur út á að Íslend­ing­um verði boðin 11,9% ár­legs mak­ríl­kvóta og Fær­ey­ing­um 12%. Co­veney sagði til­lög­una hvorki sann­gjarna né rétt­læt­an­lega og að fram­kvæmda­stjórn­inni bæri að standa vörð um hags­muni Írlands í stað þess að verðlauna Íslend­inga og Fær­ey­inga. Íslensk stjórn­völd hafa farið fram á um 16-17% mak­ríl­kvót­ans.

Fram kem­ur á frétta­vef írska rík­is­út­varps­ins RTÉ í dag að Co­veney hefði kallað eft­ir því að til­lag­an yrði end­ur­skoðuð. Hann hafnaði enn­frem­ur hug­mynd­um um að veita ís­lensk­um skip­um aðgang að lög­sögu Evr­ópu­sam­bands­ins til mak­ríl­veiða í tengsl­um við mögu­legt sam­komu­lag og lagði sömu­leiðis áherslu á að ef samið yrði þyrfti það að vera með aðkomu Norðmanna þannig að tryggt væri að þeir deildu íþyngj­andi áhrif­um þess.

Vill samn­ing en ekki hvað sem hann kost­ar

Co­veney sagði enn­frem­ur að írsk stjórn­völd vildu að samið yrði um lausn mak­ríl­deil­unn­ar en þau myndu ekki samþykkja lend­ingu máls­ins hvað sem það kostaði. Hann sagði í sam­tali við RTÉ að hann hefði fundað með Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins í dag og kynnt henni af­stöðu Írlands. Dam­anaki myndi upp­færa til­lögu sína í ljósi umræðnanna í dag fyr­ir fund strand­ríkj­anna í London næst­kom­andi miðviku­dag þar sem reynt verður að finna lausn á deil­unni. Mögu­leg­ur samn­ing­ur yrði síðan bor­inn und­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sam­bands­ins.

Ráðherr­ann seg­ir í sam­tali við frétta­vef írska dag­blaðsins Irish Times í dag að hann hafi rætt við sjáv­ar­út­vegs­ráðherra annarra ríkja inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins um málið í dag og þar á meðal Bret­lands, Spán­ar og Skot­lands og reynt að afla stuðnings við af­stöðu Írlands. Hann seg­ir að írsk stjórn­völd ætli að beita sér af krafti á fund­in­um í London og tryggja að mögu­leg­ur samn­ing­ur tryggi hags­muni ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins eins og Írlands sem hafi stundað mak­ríl­veiðar und­an­farna fjóra ára­tugi. Fram kem­ur að bresk stjórn­völd hafi hins veg­ar verið hik­andi í mál­inu vegna mik­il­væg­is inn­flutts fros­ins fisks frá Íslandi til Bret­lands.

Lochhead vill koma fram fyr­ir hönd Bret­lands

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, Rich­ard Lochhead, hef­ur farið fram á það við bresk stjórn­völd að hann fari fyr­ir Bretlandi í samn­ingaviðræðum sem framund­an eru á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins um sjáv­ar­út­vegs­mál í ljósi reynslu­leys­is nýs sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Bret­lands, Geor­ge Eustice, sem tók við embætti við breyt­ing­ar á bresku rík­is­stjórn­inni í síðustu viku. Frá þessu var greint á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC í gær.

Meðal þeirra mála sem semja þarf um er mak­ríl­deil­an en eins og áður seg­ir verður fundað um lausn deil­unn­ar á miðviku­dag­inn í næstu viku. Ná­ist samn­ing­ar á fund­in­um verður hann lagður fyr­ir ráðherr­aráð Evr­ópu­sam­bands­ins í sjáv­ar­út­vegs­mál­um þar sem sæti eiga sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ar ríkja sam­bands­ins. Verði fall­ist á ósk Lochheads verður hann vænt­an­lega full­trúi Bret­lands á þeim vett­vangi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina