Ísland skríði ekki fyrir ESB

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason. mbl.is/Árni Sæberg

Með því að samþykkja að Ísland fái í sinn hlut 12-14% mak­ríl­kvót­ans á samn­inga­fundi í Lund­ún­um í næstu viku væru Íslend­ing­ar að skríða fyr­ir ESB, að mati Jóns Bjarna­son­ar, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sem tel­ur slíkt mundu vera glapræði.

„Frétt­ir um að við séum að fara að fall­ast á 12-14% hlut­deild af mak­ríl­kvót­an­um eru al­veg út í hött og ótrú­legt ef ís­lensk stjórn­völd eru að skríða svo fyr­ir Evr­ópu­sam­band­inu í þess­um efn­um, þótt sjálf­sögðu þurfi að semja. Þá þurfa hins veg­ar að vera viðun­andi samn­ing­ar fyr­ir Íslend­inga. Það eru gríðarlega mikl­ir hags­mun­ir í húfi að Íslend­ing­ar standi á rétti sín­um,“ seg­ir Jón og vís­ar til viðmiða um samn­ings­mark­mið sem sett voru í ráðherratíð hans. Þau hafi verið í sam­ræmi við hið mikla magn mak­ríls sem verið hafi í ís­lenskri lög­sögu hin síðari ár.

„Und­an­far­in ár hef­ur verið talið eðli­legt að hlut­ur okk­ar væri 16-17% af heild­ar­veiðinni. Við eig­um ekki að gefa mikið eft­ir frá því. Mak­ríll­inn er stofn í örum vexti. Hann er að færa sig inn á svæðið í kring­um Ísland. Við eig­um að standa þétt með Fær­ey­ing­um í kröf­unni um okk­ar hlut­deild.“

Makríll.
Mak­ríll. Ljós­mynd/ Al­bert Kemp
mbl.is

Bloggað um frétt­ina