Séu ekki eins og hver önnur eign

Deilt er um lögmæti nýju veiðigjaldanna frá því í fyrrasumar.
Deilt er um lögmæti nýju veiðigjaldanna frá því í fyrrasumar. mbl.is/Eggert

Sú laga­lega túlk­un að afla­heim­ild­ir njóti vernd­ar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis stjórn­ar­skrár­inn­ar eins og hver önn­ur eign­ar­rétt­indi er hæp­in.

Þetta er mat Helga Áss Grét­ars­son­ar, dós­ents í lög­fræði við Há­skóla Íslands, en til­efnið er álits­gerð sem Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi dóm­ari við Hæsta­rétt Íslands, vann að beiðni út­gerðarfyr­ir­tæk­is. Helgi Áss vís­ar í þessu efni til þriggja dóma Hæsta­rétt­ar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur falið veiðigjalds­nefnd að gaum­gæfa leiðir varðandi álagn­ingu veiðigjalda. Í nefnd­inni sitja þrír sér­fræðing­ar og báðust all­ir und­an viðtali vegna sjón­ar­miða Jóns Stein­ars. Vísuðu all­ir á lög­fræðinga í því efni, enda væru þeir sjálf­ir ekki lög­lærðir.

Var ein niðurstaða Jóns Stein­ars sú að ný­leg lög um veiðigjöld (nr. 74/​2012) brytu gegn eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár, líkt og rakið var í Morg­un­blaðinu í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: