Sakar Framsókn um eftirgjöf

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ann læt­ur nú ESB kúga sig til und­ir­gefni í mak­ríl­deil­unni. Sam­kvæmt frétt­um ætl­ar hann að þiggja úr hnefa ESB aðeins tæp 12% hlut­deild í heild­ar­veiði á mak­ríl. En það er um 30% lægri hlut­deild en við nú þegar höf­um.Jafn­gild­ir þetta því að verið sé að gefa frá sér um 50-60 þús. tonn af mak­ríl til ESB og Norðmanna.“

Þetta seg­ir Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, á heimasíðu sinni í dag. Hann seg­ir vax­andi von­brigði vera með Fram­sókn­ar­flokk­inn „vegna fálm­kenndra vinnu­bragða fram­sókn­ar­manna í mörg­um meg­in­mál­um sem þeir hreyktu sér af og lofuðu í síðustu kosn­inga­bar­áttu. En mikl­ar vænt­ing­ar eru bundn­ar við að þeir standi við stóru orðin.“ Svo virðist sem rík­is­stjórn­in sé að bogna vegna ólögætra hót­ana Evr­ópu­sam­bands­ins um viðskiptaþving­an­ir.

„Mín skoðun er reynd­ar sú að ekki eigi að ganga til slíkra nauðasamn­inga eins og nú er talað um í mak­ríl. Og alls ekki á að bogna fyr­ir­ríkja­sam­bandi sem í krafti stærðar og óskamm­feilni held­ur uppi hót­un­um um beit­ingu valds ein­sog ESB hef­ur gert gangvart  Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um. Fær­ey­ing­ar hafa þó enn haldið haus í deil­un­um við ESB um fisk­veiðimál­in, enda mikið í húfi, yf­ir­95% af út­flutn­ings­tekj­um þeirra,“ seg­ir Jón enn­frem­ur.

Eft­ir­gjöf „slæm vís­bend­ing um fram­haldið“

„Ég minn­ist þess fyr­ir um ári síðan þegar sá orðróm­ur gekk að þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi boðið ESB að lækka hlut­deild Íslend­inga niður í tæp 14% af heild­ar­veiðimagni mak­ríls. Þá höfðu fram­sókn­ar­menn á þingi stór orð um svik og und­ir­lægju­hátt rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu og Stein­gríms gagn­vart ESB. Verið væri að bogna fyr­ir hót­un­um. Ég sem ráðherra taldi lág­marks hlut­deild okk­ar vera milli 16 og 17% af heild­ar­veiði úr mak­ríl­stofn­in­um,“ seg­ir Jón.

Þar hafi hann tekið mið af út­breiðslu mak­ríls í ís­lensku efna­hagslög­sög­unni. Hann seg­ir að mak­ríl­veiðar Íslend­inga hafi lík­lega gefið sam­tals um 100 millj­arða króna í út­flutn­ings­tekj­ur á und­an­förn­um 4-5 árum og það muni um minna. Hann bein­ir enn­frem­ur orðum sín­um að Gunn­ari Braga Sveins­syni, ut­an­rík­is­ráðherra, og þykir hægt ganga við að aft­ur­kalla um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Fram­gang­an í mak­ríl­deil­unni sem liggi í loft­inu sé slæm vís­bend­ing um fram­haldið varðandi um­sókn­ina.

Eft­ir­gjöf Fram­sókn­ar í mak­ríln­um, sem ligg­ur í loft­inu, er slæm vís­bend­ing um fram­haldið. Það eru gríðarleg­ir hags­mun­ir í húfi að við stönd­um á rétti okk­ar í mak­ríl, en lypp­umst ekki niður fyr­ir hót­un­um ESB eins og nú er látið í veðri vaka.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina