Flýti sér hægt við lausn makríldeilunnar

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Full­trú­ar sjó­manna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins funda með Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra sam­bands­ins, í dag um mak­ríl­deil­una en viðræðufund­ur hefst í London á morg­un þar sem freista á þess að finna lausn á deil­unni.

Haft er eft­ir Ian Gatt, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka skoskra upp­sjáv­ar­sjó­manna, á frétta­vefn­um Fis­hup­da­te.com að ætl­un­in sé leggja áherslu á það við Dam­anaki að í kjöl­far nýj­ustu ráðlegg­inga Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) þar sem fram komi að mak­ríl­stofn­inn sé við góða heilsu megi Evr­ópu­sam­bandið ekki flýta sér um of að ná samn­ing­um um lausn mak­ríl­deil­unn­ar. Ná­ist samn­ing­ar megi þeir ekki stofna hags­mun­um sjó­manna inn­an sam­bands­ins sem hafi til þessa stundað sjálf­bær­ar mak­ríl­veiðar.

„Við ætl­um að minna sjáv­ar­út­vegs­stjór­ann á að fram­gang­an í viðræðunum þurfi að vera í sam­starfi við fé­laga okk­ar í Nor­egi og að ekki verði fall­ist á það und­ir nein­um kring­um­stæðum að Íslend­ing­ar fái að veiða mak­ríl út af strönd Skot­lands. Við ætl­um einnig að minna hana á mik­il­vægi mak­ríls fyr­ir Bret­land og önn­ur svæði inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins sem skap­ar fjöl­mörg störf í vinnslu og tengdri starf­semi í landi. Það væri hörmu­legt ef ein­hver af þess­um hefðbundnu störf­um glötuðust til þess að verðlauna aðra fyr­ir óá­byrga hegðun þeirra.“

mbl.is