Norðmenn ekki hafðir með í ráðum

Til­laga Evr­ópu­sam­bands­ins um að Íslend­ing­ar fái 11,9% ár­legs mak­ríl­kvóta og Fær­ey­ing­ar 12% nýt­ur ekki stuðnings Norðmanna. Þetta er haft eft­ir Audun Maråk, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka norskra út­gerðarmanna, á vefsíðu sam­tak­anna. Hann seg­ir sam­stöðu á meðal norskra stjórn­valda, út­gerðarmanna og sjó­manna um að ekki sé hægt að samþykkja auk­inn kvóta til Íslend­inga og Fær­ey­inga um­fram það sem Norðmenn og sam­bandið hafi komið sér sam­an um.

Fund­ur hófst í London í dag á milli strand­ríkj­anna við Norðaust­ur-Atlants­hafið um mögu­legt sam­komu­lag um lausn mak­ríl­deil­unn­ar. Sig­ur­geir Þor­geirs­son, aðal­samn­ingamaður Íslands, sagði í sam­tali við mbl.is að gert væri ráð fyr­ir að form­leg­ar samn­ingaviðræður hæf­ust á morg­un en í dag hafi verið flutt er­indi og vís­indaráðgjöf og rann­sókn­ir kynnt­ar. Fund­in­um lýk­ur á föstu­dag­inn.

„Ef Evr­ópu­sam­bandið er að spila ein­leik fyr­ir aft­an bak Nor­egs og vill veita Íslend­ing­um aukna hlut­deild um­fram það sem það hef­ur verið sam­mála Norðmönn­um um þá get­ur sam­bandið sjálft tekið á sig all­an kostnaðinn af því í formi minni kvóta­hlut­deild­ar,“ seg­ir Maråk en hann er full­trúi í samn­inga­nefnd Nor­egs í London. Nefnd­inni er stýrt af Ann Krist­in West­berg, deild­ar­stjóra í norska viðskiptaráðuneyt­inu.

Maråk seg­ist ekki sjá að til­laga Evr­ópu­sam­bands­ins feli í sér neina lausn í mál­inu. Hún sé ekki niðurstaða viðræðna sem Norðmenn hafi tekið þátt í og Fær­ey­ing­ar hafi held­ur ekki verið hafðir með í ráðum. Hann seg­ir að svo virðist sem fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins hafi hvorki haft sam­ráð við Nor­eg né eig­in ríki í mál­inu. Hann seg­ir norsk­an sjáv­ar­út­veg ekki geta fall­ist á verra hlut­skipti en norsk stjórn­völd hafi lagt áherslu á til þessa. Þá komi ekki til greina að veita Íslend­ing­um heim­ild til þess að veiða mak­ríl í norskri lög­sögu.

mbl.is